júlí 23, 2004

Það er ekki fínt að vera til í dag:

1. það rignir hundum og litlum köttum - það er verið að borga okkur fyrir tiltölulega þurran júnímánuð
2. Linda vefstjóri er í fríi - enginn til að klæmast við
3. Þakið á þriðju hæð KHI, þ.e. skrifstofur frkvst og SKHI míglegur - tölvubúnaður og annað glingur liggur undir skemmdum
4. Sigurjón og Gummi tóku póstkerfið úr sambandi - enginn póstur, hvorki inn né út
5. Klukkan er 17.15 og ég hef engan kokteil til að fara í - gjaldþrot
6. Litlir Emúar hafa gert sér bólstað í skjalageymslunni - hávaði
7. Blaðið með bréfalyklunum týndist - bréfasafnið er flopp

skál! hic - góða helgi - Helgi

júlí 22, 2004

Hér í KHI eru dúkarar sem hafa tekið völdin, þeir eru að leggja rándýran linoleum dúk á gang hér.  Reyndar verður gangur þessi rifinn í febrúar en það er allt önnur saga.

En mitt vandamál er það að hér á 3. hæðinni er svakalegur hiti vegna þess að eins og alir vita þurfa dúkarar mikinn hita til að geta laggt (haa?). Því er ég hérna einn í búkfýlunni af mér sem er orðin nokkuð svæsin

annars er allt bara hresst að frétta, er að fara enn á ný til útlandsins í næstu viku.

júlí 19, 2004

Já, það er ekk iheiglum hent að eiga bloggsíðu. Hana þarf nefnilega að uppfæra - og samkvæmt nýjustu kröfum andskoti oft
 
Sérann brá undir sig betri fætinum síðustu helgina. Bankastjórinn og Sérann fóru og snæddu dýrindis máltíð ásamt einhverju magni að göróttum drykkjum. Indisleg kvöldstund og góð. Voru helstu dægurmál rædd og leyst úr öllum vandamálum okkur félaganna.
 
Á laugardaginn var svo reunion MR 1999 haldið í félagsheimili Seltjarnarness. Ég hef verið illa haldin af neikvæðni út í þessa samkomu, en ákvað svo að hætta þeim óskunda. Um 4 klst fyrir samkomuna þá var ég bara nokkuð jákvæður. Gaman að sjá allt þetta fína fólk saman komið - eftir fimm ár. Allir farið í sitthvora áttina og fundið sinn lífshljóm. Síðan öllum steypt saman aftur á sama gólfið.
 
Sumir voru glaðir að sjá hina, sumir leiðir, sumir 25 kílóum léttari, aðrir eins og rúllupylsur. Gellurnar allar sjúskaðar og farnar að láta á sjá, boldángskvennmennirnir orðnar fyrirsætur o s frv.
 
Sumir komnir með fyrirtæki, aðrir börn, og enn aðrir að bjarga heiminum á eigin spýtur. Stór hópur fólks reyndist að vinna hjá bönkunum og rottuðu þeir sig saman, sumir ábyrgir lánamenn og aðrir vitgrannir lukkuriddarar með kjaft. Landsbankinn ( kúrekabankinn) átti sína fulltrúa, KB var þarna osfrv. Gaman hjá þeim sem ekki geta skilið vinnuna eftir á skrifborðinu sínu.
 
Sérann var stilltur og kominn heim á setrið um fjögur.
 
Sest var niður í gær með kaffi og Ingimar og ákvæðin dagskráin fyrir tónleikana okkar sem verða á Grand Rokk í lok sumars. Þemað er Kántrí/Americana/þjóðlagatónlist og heróín. Tekin verða lok með þungum textum eftir heróínneitendur. Þeir eru t.d. Towns van Zandt, Greatfull Dead, Gram Parsons, Calexico, ofl ofl.
 
Gaman að sjá og vonandi gaman að hlusta...