maí 06, 2004

Sérann hefur nú aftur skrif eftir nokkurt hlé. Helsta ástæða þessa er að vinur minn Ari Karlsson viðskiptastjóri hefur hvatt mig til dáða, reyndr hótað mér gjaldfellingu, ef hé hef ekki aftur skrif. Eitt sem þið lesendur góðir ættu að vita af er að sýning Þjóðleikhússins um Edith Piaff er eitt það besta sem sérann hefur séð á fjölunum lengi.

Í gær var mér boðið á generalprufu verksins - húsfyllir. Edith vinkona mín birtist ljóslifandi á stórasviðinu leikin af Brynhildi Guðjónsdóttur. Þvílík snilld - þvílíkur söngur. Verkið er skrifað af Sigurði Pálssyni sem tekst vel upp. Reyndar hef ég skilið kveðskap mannsins afar takmarkað, í raun als ekki í gegnum tíðina en hér fær hann algera uppreisn æru. Öll tónlist er flutt "live" og textar laganna bæði á íslensku og frönsku. Sýningin leið alltof hratt og áður en maður uggði að sér var hún liðin. - Og þá gerðust töfrarnir. Vanalega á generalprufum er ekki klappað né tjaldið dregið upp svo að hægt sé að hylla leikararna. En í gær truflaðist salurinn í Þjóðleikhúsinu við Hverfisgötu. Allir klöppuðu, æptu húrra og stóðu úr sætum. Og þá var tjaldið dregið frá, og Brynhildur stóð enn með hljómsveitinni í sömu stellingu á sviðinu. Þegar tjaldið var dregið frá tvöfölduðust fagnaðarlætin - og þarna stóð hún í gerfi Edith og gapti af undrun og þakklæti.

Þetta er verk sem engin leikhúsáhugamaður, menningarviti, tónlistargúru eða bóhemar ættu að láta fram hjá sér fara.

Sérann getur stundum verið afskaplega tilfinninganæmur. Það vita sumir. En það er sjaldgæft. Sérann táraðist þrisvar í gærkvöldi