nóvember 21, 2003

..::Sjaldan er ein báran stök::..
tuð um stærðfræðikennslu

Nú er sá tími sem alltaf gerist það sama og ár efti ár hér í Kennaraháskóla Íslands. Allir kennarar redda sér á línu með því að setja öll verkefni á sömu vikuna. Það þýðir það að allur tíminn fer í að skila inn fjölgreindarparódíum, greinargerðum og öðrum skáldskap.

SAMFOK vælir ennþá "börnin okkar kunna ekki að reikna, ó vei ó vei!" Þessi umræða -deilur um nýtt stærðfræðinámsefni hafa staðið um allt nýtt stærðfræðinámsefni sem gefið hefur verið út síðan 1965. En það eru að mínu mati 2 grundvallarefni sem samfok þarf að taka tillit áður en Kennaraháskólanum er kennt um allt ásamt kennarastéttinni.

1) Á að kennaravæða allar fjölskyldur landsins? Þ.e. á kennarinn að vera ábyrgur fyrir öllu. Þróunin hefur verið sú síðustu ár að kennurum hefur verið falið næstum allt sem viðkemur barnauppeldi: Reima skóna, lesa og skrifa, sitja hljóð og stilt, ljótt að dópa og drekka, kynfræðslan og allt það helsta sem heimilin sáu um áður. Þarna hefur þróunin verið að meira og meira af almennri samfélags trívíu hefur verið komið yfir á kennarana. Þetta vilja greinilega fjölskyldurnar en þegar eitthvað klikkar að þeirra mati þá er skuldinni skellt á kennarastéttina - ...gáum að því.

2) Samfok gengur út frá því að samræmd próf séu hinn heilagi mælikvarði á ragt og rétt. Það hefur aldrei verið spurning um réttmæti prófanna -þau eru hinar heilögu kýr. Samræmd próf eru þess efnis að fjölmiðlar smjatta á þeim, eitt af þeim efnum sem alltaf koma í fjölmiðla og gerður samanburður á skólum útfrá kommutölum prófanna. Obb obb obb, þessi skóli heð 6,4 í íslensku en þessi með 6,9, hann er greinilega betri. Ef við ígrundum þetta vandlega komumst við að því að réttmæti samanburðar er ekkert, nema skólarnir eru í sama hverfi, við sömu götu, með sömu kennara og sama nemendahóp. Samræmd próf eru mjög vafasamur mælikvarði. Það sést best ef borin eru saman meðaltöl sömu bekkja eftir samræmd próf í 4. og 7. bekk. Stundum hafa heilu bekkirnir lækkað í meðaltali, t.d. í íslensku um 2.0. Hvað þýðir það? Hefur bekknum hrakað eða er vægi prófanna rangt - ...gáum að því.


Foreldrar glugga vandlega í þessar tölur og velja sér oft á tíðum bústað innan höfuðborgarsvæðisins eftir meðaltölum skólanna, svona mikil áhrif hafa þessi meðaltöl. Fasteignaverð hefur stundum haldist í hendur við "framleiðni" skólanna -gáum að því.

... að sinni.

nóvember 18, 2003

..::"Jótlandið mitt, Jótlandið okkar allra"::..
Hvar er Hamlet Prins?

Gaman er að lesa blogg sýslumannsins þar sem hann situr í dönsku skuldafangelsi. Það er alltaf sama bjartsýnin sem einkennir skrif sýsla, þrátt fyrir að vera meðlimur í keðjugengi sem týnir rusl af teinum DSB. Karlinn fór yfirum og var hnepptur í skuldafangelsi af Ara Gísla Bragasyni þar sem hann hafði farið yfir um á bókakaupareikningi sínum. Hann stikar nú um í fimm manna gengi sem samanstendur af Arnari Th St., drykkfeldum íslenskum læknastúdent, ókunnugum manni sem týnir úr nefinu á sér í ókunnungum húsum og færeyskum emúa.
Því miður er skuldafangelsi ólöglegt á íslandi nema þú sért kortafyrirtæki svo að Ari sendi Sýsla til Jótlands. Er hann væntanlegur heim frá útlandinu þann 23 . desember og verða þá fagnaðarfundir.

Kallar hann sig reyndar jóska Heimshornaflakkarann, - held ég reyndar að það sé ofsögum sagt.
Þroskaheftur kunningi minn kom að máli við mig um daginn, og sagði mér frá ferðum frænda síns um Síberíu og Indland, via Ulan Batur sem stóð í 13 mánuði. Það er liklega heimshornaflakk. Reyndar er sýsli Stóra Eplinu að góðu kunnugur, ásamt uppsveitum svíþjóðar, London og Glasgow, þar sem hann var á lúðrasveitarferðalagi 1995 í íþróttagalla.

sýsli á reyndar þakkir skylda fyrir langorðar greinar sínar um flugferðir um Atlantshaf (eitthvað alveg nýtt í sögunni!!).
-------------------

Lífið gengur sin vanagang, nema að álag sökum verkefnaskila er í algleymingi og er ég farinn að sjá jólafrí í hyllingum. Hlýja birtu frá kertum, bros barnanna og fullir heimilsfeður að drekka jólapeninginn á Þorláksmessu.

Sara Níelsdóttir MA og egtamaður hennar, Herr Hjaltason MA komu með Súðinni suður nú um liðna helgi. Ætluðu það að hafa það huggulegt og sofa alla helgina. Varð þeim ekki sjóstakkurinn úr því gúmmíinu því að nágrannarnir héldu partý, nánar tiltekið frá kl 21 á föstudegi til kl 1105 á sunnudagsmorgni. Ekkert verið að skjóta kúlum á þeim bænum -nei nei. Ekki bætti á ástandið þegar nágranninn á miðhæðinni, þekktur sem litli gleðgjafinn ákvað að gjalda líku með líku og berja pottloki við vegginn alla nóttina og syngja húbbahúllehúllehúlle, milli þess sem hann staupaði sig á sáraspritti.

MA arnir voru frekar púkó á sunnudaginn enda orðin vön þögninni í sveitinni og eru nokkuð firrt og trekt fyrir (hehe)

Jæja, sérann er að vinna í torfbæjarvef sínum sem aldrei mun klárast. Reyndar er templatið drulluljótt en það virkar, læsilegt og gott. En nú verð ég að fara og gefa fuglunum.
...mjólk er andskotan ekkert góð!