október 31, 2003

Fyrirspurn kom til séranns nú á dögunum hvort hann væri maniv depressive. Því er til að svara að séranum er ekki kunnugt um það en hinsvegar er sérann ýktur karakter í flestu sem hann tekur sér fyrir hendur. Meðalhófið er sjaldséð heldur eru öfgarnir í báðar áttir miklir. Hinsvegar ef einhver vill borga undir sérann til sálfræðings til greiningar þá væri það vel þegið.

Sérann hefur hafið skipulegan hljóðfæraslátt og leikur og syngur með kántríhljómsveitinni The Fallen Angels. Leikur þessi hljómsveit lög af kántríuppruna eða tekur lög og færir þau til kántrís. Sveitarmeðlimir aðrir eru Ingimar nokkur, ljóðskáld og sveitarlimur af Ásfjalli. Hann er gömul rokkhetja sem hefur tekið sérann í hinn harða skóla samspils, sviðframkomu og undirleiks. Að mörgu þarf að hyggja, því hef ég komist að. Ingimar er harður húsbóndi og engin kemst upp með múður þegar hann er annars vegar. Söngvari hljómsveitarinnar er tónlistarskríbent á Morgunblaðinu og hefur til að bera íðifagra tenórrödd sem hann beitir óspart til auka á angurværð tónlistarinnar.

Sérann kveður nú lesendur sína og óskar þeim góðrar helgar. Vinsamlegast haldið ykkur frá börum bæjarins um helgina, kaupið ykkur kerti og reykelsi og brennið í þágur heimsfriðar. Finnið ykkur eitthvað sem ykkur þykir vænt (teppi, bangsa, bankabók eða spúsu) um og leggist í sófann og hlustið á þögnina eða ljúfa tónlist. Haldið til í sófanum fram á mánudag með slökkt á farsímanum og hreyfið ykkur ekki spönn frá rassi fyrr en skyldan kallar á mánudagsmorgun. Mætið þá í vinnuna/skólann og verið "sáhressiámorgnanna´" típan og gerið alla brjálaða með söng og bulli (persónulega mæli ég með lögum úr Mary Poppins, þau gætu látið belgískan emúa springa af reiði og skömm). Góðar stundir
... mjólk er góð.

október 28, 2003

Það er alveg ótrúlegt hvað fólk, eins og sérann getur verið í þungum þönkum eins og síðasta færsla bar með sér -algert met. usþvusss. Samt hef ég ekki breytt skoðun minni á djammlífinu. Ég ætti að vera dómbær fjandinn hafi það. Nú verður fært til bókar hvers vegna ég tel mig geta dregið upp stóru fordóma- og hrokasleggjuna og dæmt þetta dautt og ógilt (bamm).

1) Séranum finnst gaman að fá sér í tánna. Sérann hefur gert töluvert af því í þessi sjö til átta síðastliðin ár. Reyndar hefur svo rammt kveðið að þessu að sumum hefur fundist vandræða horfa. Það er reyndar rétt -og ég veit af því. Þeir sem tuða í séranum um þetta eru oftast ekkert betri sjálfir og telja það flott að gera sig að stórum körlum og fordæma aðra. Semsagt lítið fólk og sjálfhvert, truflandi, mest til vandræða og á erfitt með að samþykkja lífstíl annarra -kannski vegna eigin leiðinda?

2) Sérann dvaldi í nokkur ár við það sem dyravörður (fanta-sía) að kljást við fólk undir áhrifum og tuska þá sem ekki vildu hlýða. Reyndar var það áhugavert starf ef fólk er fyrir að komast í kynni við allar svæstnustu skapgerðir mannsandans. Sjálfstætt framhald á félagsfræðistúdíum séranns í Háskólanum

3) Sérann hét einu sinni H737 í vinnunni, stundum kallaður Boeing af vinnufélögunum, bæði vegna númersins og stærðarinnar (199 og 115 kg). Þá þurfti sérann enn á ný að klást við mannsandann í sínu versta formi. Ekkert mannlegt var séranum óviðkomandi þá -reyndar ekkert sem hringt var í neyðarlínuna útaf var honum óviðkomandi. Þá var of tekið á honum stóra sínum (dirfist ekki að snúa át úr þessu) og fólki gert að hlýða framkvæmdavaldinu eða því hjálpað á erfiðustu stundum lífs þess.

4) Sérann er ágætiskarl, uppstökkur en nokkuð bóngóður.

Að þessu forsendum gefnum tel ég að niðurstaða mín hafi verið rétt, "dammið" snýst um að hanga með skemmtilegu fólki, stundum bara að vera innanum fólk eða að fá sér snúning. Mest af þessu er hægt að gera heimavið

Frétti af sýslumanninum: Sýslumaðurinn er um þessar mundir í New York, en er væntalegur heim til Danaveldis nú á morgun. Heimkoman hans verður á Þorláksmessu og mun hann þá vera alkominn úr heimsreisu sinni til Danmekur.

október 26, 2003

Það er stundum ekki auðvelt að vera sérann -sérstaklega á völdum sunnudögum. Sérann hefur nú oft verið duglegur við skemmtanir, og þá sérstaklega að stunda hið tilgangslausa skemmtistaðarölt, þangað til í gær. Þá fékk sérann nóg. Fyrst var kórsamkvæmi hér uppi í skóla. Virkilega einfallt en skemmtilegt samkvæmi. 20 manns mættu, drukku bjór og brennivín af miklum móð og sungu úr sér lifur og lungu. Síðan var haldið á "vit ævintýranna" (bah). Það var farið niður í bæ og rölt á skemmtistaðina. Þá varð mér það endanlega ljóst að eina ástæða þess að fara á þessa skemmtistaði´er að hanga með skemmtilegu fólki og það er hægt að gera heima hjá sér. Margir fara líka með þá veiku von í brjósti að draumadísin leynist einhversstaðar í sveittu og drukknu mannhafinu. Það hefur verið fyrir löngu afsannað að nokkuð komi út úr slíkum þreifingum. En til að gera langa sögu stutta, þá hélt sérann heim á leið snemma í þungum þönkum og afskaplega upptekinn af sjálfum sér og sínum hugsunum.

Reyndar var sérann með góðu og skemmtilegu fólki, það má als ekki gleymast. Bara tilgangsleysið var svo algert. Lesendur sérans hljóta að hafa lent í þessu einhverju sinni, það bara hlýtur að vera. Hægt er að ímynda sér þetta sem svo: Þú situr inn á gauknum eða einhverjum stað af sama kalíberi og allt frýs. Tónlistin þagnar og allt sendur frosið -tími og rúm nema staðar,en þú sem stendur upp og horfir í kringum þig og hugsar: hvers vegna í áranum....

En sérann er svo lánsamur að þekkja gott fólk til að láta sér þykja vænt um -demantar stórir og smáir.

Svona er nú sérann stundum þjakaður að exístensíalism og eigin smægð á sunnudögum. Púff bölvað væl.