september 19, 2003

Lítill tími hefur gefist til að skrifa en það verður gert þegar tími vinnst til.
Sérann er lasinn. Um það hefur aldrei verið neinum blöðum að fletta. Þegar sérann á kvað nú í maí að rækta athyglisbrestinn með því að hefja blogg þufti að velja nafn á síðuna. Fannst séranum fyndið (mjög umdeilt) að nefna hana ulofpalme.blogspot.com Þarna er glens á ferð, það er ekki spurningin. En í ljósi nýjustu atburða var ákveðið að ná sér í nýtt blogg, nefnilega annalindh.blogspot.com Sökum þess hve stutt er síðan þessi hörmulegi atburður átti sér stað er ósmekklegt að skrifa nokkuð hér. Þessvegna hafa verið hér settar inn fréttir af mbl.is og munu þær standa hér.