september 07, 2003

Tóm gleði og hamingja kæru vinir. Nú er ég nefnilega kominn heim. Og ekki nóg með það, heldur er ég löngu kominn heim, nefnilega á föstudaginn fyrir viku.

Gott var a sjá að allt er hér við það sama. Fréttir blaðanna fjalla um fallþunga dilka og hvenær réttir verða nú í haust. Lítið fjallað um heimsmálinn það er. Kom ég heim og hóf skólagöngu mína nú á mánudaginn margir skemmtilegir kúrsar á skránni að þessu sinni og mikið tilhlökkunarefni. Sérstaklega það að vera í fríi e. hád. á fimmtudögum og alla föstudaga. Þá gæti maður teki-ð lífinu með ró og stundað barina 3 daga í viku. En það gerir ekki neinn heilvita maður (kannski sendiherrann?). Þá stunda ég vinnuna mína að kappi sem er alltaf skemmtileg. Er ég starfsmaður og hlaupatík hér í skólanum. Stórgaman eins og allt sem sérann gerir þessa dagana.
b.k.
sérann