júlí 11, 2003

Sælir kæru vinir og félagar. Guðsblessun ykkur til handa og fóta. Sérann hefur verið mikið upptekinn og er það vegna þess að yfirmaður hans (ekki formaðurinn) hér við skólann hefur þrælað honum út. Linda, ef þú lest þetta þá hefur þetta verið erfitt en ég er nú samt kominn yfir erfiðista hjallann. Linda hefur ekki verið vond við mig að neinu leiti. Hennar dugnaður er bara það mikill að smávægileg verkefni séranns blikna í samanburði við hennar stórframkvæmdir. Þetta vill draga úr manni allan mátt.

Kominn er föstudagur enn á ný. Sérann hefur skipt um prestsetur og ætlar að reyna að verja helginni í að mála og kalka veggi setursins. Reynt verður að hafa setrið tilbúið þegar sérann kemur heim frá trúboðinu (gæti lesist sem teboðinu) í Guyana þann 28. ágúst.

Sérann er nefnilega að fara til S-Ameríku að kenna á munaðarleysingjaheimili sem rekið er í klaustri. Þetta finnst mörgum fyndið þar sem sumir halda sérann frekar kynþáttahneigðann -sem er ekki rétt. Sérann tekur öllum jöfnum örmum - því öll erum við regnbogabörn, nema Ari hann er dómari. Þarna dettur mér í hug vísa:

"Ég er í hreppsnefnd-dinni,
ég er í hreppsnefnd-dinni,
ég er eins og jólatré...
ég er í hreppsnefnd-dinni."

Ég er gjald-ker
ég er gjald-ker
ég er skrítinn í framan
ég er gjald-ker

og einnig...

ég bý í álfa-blokkinni
ég bý í álfa-blokkinni
ég er eins og eplatré
ég bý í álfa-blokkinni

og þessi barst að austan...

ég er í lagafræð-inni
ég er í lagafræð-inni
ég er eins og Skúli Magg
ég er í laga-fræðinni

júlí 07, 2003

Sérann situr nú á prestssetrinu og íhugar gang mála. Andvökunótt er að líða hjá og sólin að koma upp yfir Skarðheiðina og Kistufellið.

Vegið var að séranum. Með Höfðabóndinn hnýtti út í athugasemdir séranns um flutning ríkisstofnanna út í fásinnið. Tekið skal fram í byrjun að sérann er hlyntur fögru lífi sveitanna og er sammála Hrifli-Jónasi og Höfða-bóndanum að fagur mannlíf geti einungis þrifist í sveitum. Því er ekki úr vegi að flytja allar opinberar stofnair út á land þar sem 14 % þjóðarinnar búa. Flytjum bara allt saman, Menntamálaráðuneytið, manneldisráð og menningarnótt. Ekkert hlýtur að standa í vegi fyrir að flytja þessa máttarstólpa til einhverra útnára. Nú síðast var verið að svíkja deig-drenginn hann Birki Jón um Siglufjarðargöng og situr hann á mölinn með sokkana utanyfir og snýtir sér í svunthorn peysufatanna. Þetta er svo hræææææðilegt. Siglfirðingar sviknir um göng og allt í volli, lengra í bíó á Akureyri, ussss. Sérann er sammála landnámsmönnum sem héldu Þing á Völlunum við Öxará. Stjórnsýslan skal vera sunnan heiða.

Sýslumaðurinn er farinn að bjóða upp vini og félaga á síðu sinni. Nú er það Stefán Bogi sem settur er undir hamarinn. Sýsli er að auglýsa eftir stúlkum til að hafa ofan fyrir Stefáni í einmanaleika mannlífsins. Séranum rennur þetta til rifja þar sem hann vantar prestsmaddömu til að stytta sér stundir. Ekki hefur verið auglýst eftir henni hjá sýsla, oneii.