júní 20, 2003

yes, yes YEEESSSSSSSSS. Það er ekkert annað. Það er komið sumar og sérann kominn á litla hagkvæma hljóðláta 270 hestafla smábílinn sinn. Allt hefur virkað sem skyldi síðustu 250 km. Ekkert hrunið enn, við bíðum og sjáum til. Sérann er akkurat núna að reyna að blaka með sér fólki inn í Mörk eða eitthvað út fyrir póstnúmer 101 til 201. Gengur ekki sem skyldi...Þið eruð samt öll frábær, munið það vitleysingarnir ykkar, hafið það gott um helgina anganórurnar mínar.
LUV
sérann

júní 18, 2003

Sælir félagar

Þá er seinast langa helgin liðin -guði sé lof. Sérann sveiflaði sumarhempunni og fannst nokkuð gaman. Á föstudag hitt sérann bóndann ásamt fleirum og datt svona fyrir tilviljun inn á Stuðmannaball á Sigtúni (NASA). Þetta er oft svona hjá Bóndanum og Séranum. Þeir hittast svona yfir kaffitári og sérríi og enda á skralli í öðrum hrepp -stundum annarri sýslu. Það er gott og blessað svosem ef ekki þarf að sinna skyldustörfum daginn eftir eins og tilfellið var. Séran var sætavísa á útskrift KHI núna á laugardaginn. Þurfti sérann að standa í viðhafnarhempunni við aðalsal Háskólabíós og vísa fólki til sætis eftir mjög svo nákvæmu og útpældu skipulagi. Það er veigamikið að skipulagið sé rétt svo að Linda Ösp fái teinið af Leikskólabraut enn endi ekki með b.s. í íþróttafræði af Laugarvatni. Gáum að því...En allt fór vel fram, ekki sá vín á nokkrum manni og allir grétu af gleði...nema nokkrir aðstandendur sem sérann þurfti að blaka inn í hliðarsal sökum mannmergðar. Það voru ekki allar kerlingarnar ánægðar að þurfa að horfa á allt gillið af bíótjaldi. Þetta átti fólk erfitt með að meðtaka. Síðan á mánudag fór ég á kendirí með sendiherranum. Það var mikið gaman. Mikið sungið og svona...

En stuðmannaballið fór vel fram -mikið gaman. Bóndinn skemmti sér vel og sá vín á hverjum manni. Lesið nú endilega pistla bóndanns gott fólk. Bóndanum er ekkert mannlegt óviðkomandi og er farinn að ráðleggja gestum og gangandi um skófatnað. Sérann hefur ákveðið að fara að ráðum bóndans til að tolla í tískunni. Sérann er að leita að efnislitlum, marglitum, támjóum, háhæla skóm í númeri 47 fyrir sumarið. Það verður gaman að sjá þá stingast út undan hempunni.