júní 12, 2003

Séranum hafa borist viðbrögð frá valdstjórninni. Valdstjórnin hefur staðfest sögu séranns sem birstist hér um daginn. Sagan Don Juan de Marco vakti mikla athygli og umfjöllun. Er hún hérmeð staðfest af þriðja aðila. Hafið það.

Kafteinn Morgan kunningi og fyrrum skipsfélagi verður í Laufskálarétt nú í haust og hlakkar sérann til að sjá sægarpinn hlaupandi á eftir hrossum, vel fullann glottandi við tönn.

Mánaðarmót júní júlí verða mikill annatími. Séranum hefur verið boðið í afmæli austur á Horn, fyrstu helgina í júlí. Sömu helgi verður einnig fjórðungsmót hestamanna. Vikuna þar á undan verður Landsmót hestamanna á Hellu. Þarna eru ýmsir möglrikar fyrir hendi... gaman gaman.

Það fór eins og sérann grunaði hann er kominn með bullandi nasakvef eftir förina í austurveg. Einnig var sérann bólusettur í fyrradag. Ferðamannabólisetningum fylgir oft ansi mikill hiti og leiðindi. Sérann er nefnilega að fara í trúboð í Suður-Ameríku nú í Ágúst. Þá er betra að smitast ekki af einhverskonar húmbúkki og ullabjakki

júní 11, 2003

Sérann gerði sér lítið fyrir og renndi austur á land við annan mann, nú um helgina. Vísibiskupinn Kristján var ferðafélginn. Feðinni var heitið á óðal biskupsins að Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, Norður-Héraði. Þarna býr ættsveimur biskupsins stórt og heldur margar skepnur. Hestastóð mikið, rollur, tvær evrópskar vinnukonur um tvítugt, uxa og hænur.

Við vorum ekki lengi á leiðinni, tæpa 7 tíma enda farið um Öxi. Á leið okkar austur voru öll tún skoðuð og kannað hvort menn væru byrjaðir að breiða. Áburðarpokar stóðu víðasthvar óhreyfðir sökum rigninga. Spretta var hinsvegar mikil og í raun í svipuðu ástandi og hún væri um júnílok. Þegar austur var komið gátum við rætt þetta fram og aftur við heimamenn sem fannst gaman að vita um sprettu sunnanfyrir. Reyndust Hérðasbúar hafa vinninginn ef sveitin undir Eyjafjöllum er ekki tekin með því þar sprettur allt. Á föstudaginn ákváðum við að það eina rétta í stöðunni væri að bjóða okkur í mat á næsta bæ þar sem systir biskupsins heldur stórbýli með manni sínum Ragnari. Svo skemmtilega vildi til að konurnar í sveitinni voru af bæ, farnar í fermingarveislu suður í Fljótshlíð. Þannig að við tókum gítarinn sem með var í för og kassa öls og heltum í heimilismenn, þó sérstaklega vinnukonurnar og kærasta annarar sem er danskur kúasmali. Kúasmali þessi stundar vettvangsnám á bæ frammi inni í sveit. Kúsmalar þekkjast á rólegu yfirbragði, finnst alltaf gaman að spjalla, og eru kattþrifnir. Það fannst Skagfirðingnum fyndið þegar smalinn fór að þrífa kaffistofuna í hesthúsinu uppúr leiðindum. Smalar þessir eru komnir í takt við blessaðar skepnurnar sem er nausynlegt. Gekk ágætlega að koma öli í heimilsmenn og fóru menn brátt að syngja.

Daginn eftir fór þannig að við biskupinn vorum settir niður á veg til þess að bíða eftir stóðinu. biðum við í einn og hálfan tíma og þótti ekki óvanalegt. Stóðið hafi sloppið niður um alla eyju og þurfti að ríða um átta kílómetra eftir því. Síðan var farið í útreiðatúr og landið skoðað af hestbaki. Sérann fékk stærsta hestinn sem fannst, enda ekki maður lítill. Hestur þessi var um 30 cm hærri yfir hrygg en aðrir. Fór hrossið í óttalega fýlu og vildi ekki hlíða nýjum reiðmanni, sérstaklega 110 kg reiðmanni. Náðum við hrossið ágætu samkomulagi eftir að sérann hafði barið það duglega tvisvar. Þá var á hreinu hver hélt um tauminn og hrossið sem hugur manns. Tekinn var léttur rúntur á Subaru um Kárahnjúkasvæðið og undrin skoðuð. Gríðarleg náttúrufegurð og gaman að sjá mannvirkin rísa, þarna úti í rassgati sem ekkert er. Þetta var þriðja heimsók mín á þetta svæði, en sú fyrsta eftir að framkvæmdir hófust. Gaman að sjá framkvæmdagleðina og viljan verks.

Um kvöldið var grillað og sáum við biskupinn um veitingar. Reyndar tókum við þann pól hæðina að hella vinnukonurnar fullar, annað kvöldið í röð, heldur ekkert annað að gera í stöðunni. Gesti fór að bera að garði. Bóndi ofan af Jökuldal kom með hross. Jökuldælingar eru ágætisfólk, stundum full litskrúðugt, en ágætisfólk. Jökuldælingur þessi sat í tvo daga yfir heimilismönnum, af því að hann nennti ekki í fermingarveislur tvær. Þetta er dæmigert, Jökuldælingar nota ekki úr, rétt svo dagatal. Annar gestur kom. Var það þriðja þýska vinnukonan, komin yfir Hellisheiðina til að taka þátt í gleðskapnum. En allavega mikið var sungið og gleði mikil. Furðulegasta upplifunin var þó þegar ein af þeim þýsku, blandaði Kaiparinja, þýska sumardrykkinn frá 2001. Samanstendur glundur þetta af limesafa, brasilísku rommi og einhverju öðru víni, ásamt sykri. Það er ekki hægt að fá réttu íblöndunarefnin á Íslandi svo að þetta var einstakt. Aka fleiri hundruð km frá "siðmenningunni" og finna þá miðevrópskan ramm-áfengan hressingardrykk, úti í sveit -alveg dásamlegt.

Síðan leið kvöldið...

Sérann hlakkar mikið til þegar hann frá 1. ágúst á heimboð 24/7 í Skagafirði. Besti vinur sérann, hans eldri systir og maður hennar (bæði skrifa sig MA í símaskránni) eru nefnlega að íhuga að fara að kenna við syndabælið FNV á Sauðárkróki (SheepRiverHook). Þá verður ekki ónýtt að skella sér í Laufskálaréttir og heyra í bændum.