maí 30, 2003

Það fór eins og sérann grunaði. Sérann vaknaði í morgunn, fullkomlega viss um að nú væri mánudagur, neibbs... það var föstudagur, vikan að verða búinn og "allir að fara á djammið". ...veit ekki alveg hvernig ég sný mig út úr þessu. Annaðhvort að sitja heima hneykslaður liðinu með gyðingaköku milli fingra...eða að taka þá í vitleysunni og skipuleggja íslenskt djamm. Kafteinn Morgann hefur komið veð viðbrögð við sögum séranns. Þetta gladdi hjarta séranns að fá hrós frá svo vönum sjóhundi á friðarstóli.

maí 29, 2003

::Föstudagskvöld eða ekki?::
Tímaskyn nútímamannsins er kyndugt (eða kindugt). Nú í dag er fimmtudagskvöld. Fimmtudagar eru oft af gleðifólki eins og séranum kallaðir -litli föstudagur-, svipað eins og litlu jólin hjá börnunum, þú færð að kynnast jólasveininum en engir pakkar opnaðir, einungis smjörþefur til að æsa mann upp fyrir jólunum. En, þegar frídagar eins og uppstigningardagar flækast á fimmtudaga þá fer allt í voða. Þá er miðvikudagskvöld orðið að föstudagskvöldi sökum þess að barir eru opnir lengur. En hvað verður um laugardaginn. Hann hverfur, og það er skellt sér beint í sunnudag. Þegar sunnudagurinn er liðinn, þá er -föstudagur og helgin komin, ekki mánudagur eins og ætti að vera. Skýring á þessu tómarúmi er að föstudagsstemming verður að mánudagsþunglyndi! Þetta er algerlega ótækt þarsem kerfið fer í rúst. Svona er nútímamaðurinn orðinn undarlegur.

Reyndar vill sérann meina að hann ásamt 3 öðrum hafi verið upphafsmaður að hugtakinu litli föstudagur árið 1997. Þá var sú tíðinn að sérann ásamt öðrum prestnemum lærði Katalónsku í prestaskólanum. Sérann ásamt hinum hafði ekkert óurlegan áhuga á námi í þá tíð. Þannig að, kl 11.15 á fimmtudagsmorgnum, var röllt á knæpu eina, kennda við Tómas frænda á horni Bankastrætis og Skólavörðustígs. Þar var drukkinn einn stór í hrímaðri könnu. Stundataflan bauð upp á þetta sökum þess að næsti tími, latína, var ekki fyrr en klukkan eitt. Þessi hefð hélst um tíma, leið síðan undir lok, en hugtakið dreifðist og er nú orðið fast í tungunni.
Hafið það náðugt næstu helgi, lifið borgaralegu lífi, drekkið súkkulað og nartið í gyðingakökur.

Sérann hefur fengið jákvæð viðbrögð við skrifum sínum hér og ber það að þakka. Takið það til ykkar sem eiga.

maí 28, 2003

::Yfirlýsing::
Kæru félagar.
Ég, sérann, er ekki hrokkinn upp af standinum. Fjölmargir hafa sent fyrirspurnir til mín, með símskeytum jafnt sem emailum og lýst yfir áhyggjum af heilsu séranns.. Færsla mín í gær hefur vakið svona líka feikna viðbrögð. Ég gef ekkert út á þetta nema tvennt:
1. Ég er EKKI orðinn geðveikur.
2. Þetta er dagsönn frásögn, engu er logið..þetta er veruleikinn...ferskur...flippaður...og ferlega klikkaður.

maí 27, 2003

Það er ekki ónýtt að vera Sérann, umkrindum fögrum konum allan sólarhringinn og öðru fólki líka reyndar, síðan fæ ég líka að heyra svo mergjaðar sögur í preststarfinu sem sálusorgari...að ég þarf ekki lengur að fara á bíó eða lesa bækur.

::Don Juan de Marco::
Þroskaheftur kunningi minn kom að máli við sérann um daginn og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann lenti nefnilega í löggunni. Reyndar ekki þessum hérna heldur öðrum. Hann var á leið heim til sín eftir vel heppnað Eurovision party og ákvað að heilsa upp á kunningjakonu sína sem býr á næstu hæð fyrir ofan. Þessi vinur minn bjó einu sinni með öðrum, svona meðleigjendum einskonar og öðrum til að sjá um hlutina, eiginlega starfsmönnum. En sá tími leið eins og haustlauf fyrir vindi, hann flutti burt, reyndar á hæðina fyrir ofan, og býr þar einn og sjálfstæður. En allavega hann ákvað að líta við, svona rétt að kíkja á stelpuna og heyra í gömlum félaga. En köttur var í bóli bjarnar. Einhver annar maður, reyndar "samleigjandi þeirra" var þarna kominn, ekki alskostarsáttur við að gamli væri mættur aftur á staðinn. Hann reyndi að spyrja, snöggt og ákveðið og með hvössu augnaráði, hvort þessi vinur minn væri ekki til í að víkja, halda heim á leið, upp stigann semsagt. Onei, ekki alveg á því að láta svona kettlinga segja sér fyrir verkum. Þannig að minn maður hélt af stað inn í herbergi, svefnherbergi, og hugðist þar leggjast til hvílu. Á meðan þessu stóð var vinkonan inni í stofu að horfa á mynd á RUV, e-d með Jennifer Aniston sem var ástfangin af homma og eitthvað...allavega. Sá sem fyrir var ákvað að stöðva þetta, hér og nú.

Hann tók sér stöðu innan við svefnherbergisdyrnar, hélt þeim lokuðum vopnaður, eldhússtól, litlum IKEA kolli (IVAR), svona ef í brýnu kynni að slá. Vini mínum rann þarna blóðið til skyldunnar og kannski eitthvað annað líka. Reif hann sig úr leðurfrakkanum, tók sér stöðu og hljóp af stað eins hratt og fæturnir báru hann. Endastöð átti að vera dyngjan en fyrst þurfti að ná burt verndarenglinum sem ákveðinn var að verja bæ sinn þungvopnaður IKEA koll (IVAR)og með bannvænan hug. Vinur minn skellir sér á fullri ferð á hurðinni sem brestur á efri löm og í kringum læsinguna. IKEA maðurinn var þessu alskostar óviðbúinn -að fá yfir sig hurð og félaga minn hinum megin við á fullum skriðþunga. Ikea maðurinn verður undir og félagi minn rennur áfram, eftir stífbónuðu parketinu undir rúm.

Ikea maðurinn hinsvegar sprettur á fætur, grípur í slitin kuldastígvél vinar míns og dregur dónann undan dyngjunni..(hér sprettur fram vísa)...

Dóni undir dynju lá
dumrauður á litin,
konu sína kunni að sá,
kekkjóttur var svitinn...

og keyrir kollinn (IVAR) í höfuð kunningja míns, sem trompaðist, togaði dónann niður og beit hann í öxlina. Á meðan þessu gengur hringdi konan í stofunni neyðarhnappi. Kom þá vaskur vörður og starfsmaður, kona á sextugsaldri á harðaspretti. Skipti engum togum að hún hringir í áðurnefnda lögreglu, og ákveður að forða sér út. Hávaðinn var mikill þarna á bænum þar sem allir voru orðnir móðursjúkir. Allir nema vinur minn, sem hélt ró sinni, og reyndar líka tanntakinu á öxl ikea-mannsins. Vinur minn sér að þetta er að stefna í óefni, þar sem í gegnum hurðabrakið og nike peysu ikea-mannsins heyrðist minnst á laganna verði.

Hann sleppir takinu og stefnir á dyr algerlega frávita af bræði. Skildi hann Ikea manninn eftir grátandi á svefnherbergisgófinu í spýtnabrakshrúgu. Starfsmaðurinn hafði greinlega verið full drastísk/móðursjúk í samtali sínu við 1 1 2. Því lögreglan kom snögglega, fimm saman á 2 bílum (...at last the police came by, singing rikiti-tikiti-tin... T.L ), á myljandi forgangi með flautu og bláa jólaseríu. Vinur minn hafði ákveðið að greinilega væri best að róa sig niður. Því notaði hann þessa óbrigðulu aðferð sem flestir nota víst, að hans sögn. Fór hann út á bílastæði, öskraði sem ljón og hristi bíla. Lögreglan kemur á svæðið, hirðir vin minn og skutlar honum af sinni eistöku lipurð og háttvísi beint inn á deild.

það skipti engum togum að vinur minn var settur inn - á deild- yfir nótt, gefið 15 mg af Haldol og mixtúru, og síðan saumaður 6 spor. Sveif inn í draumaland algleymis og blóma í 24 tíma. En þegar hann var nýdottinn út kom gellan -með stöðvarbíl, takk fyrir, sú sem allt þetta snerist um. Settist fyrir utan deildina og sagðist ekki hreyfa legg né lið fyrr en hún kæmist inn (ekki algengt með þessar stofnanir). Það gerðist á endanum og fékk hún að leggjast við hlið hetjunnar þar sem hann lá, gjörsamlega útúr með slefglott.
Þess ber að geta að vinkonan er farin að líta upp á efri hæðina nýverið, svona rétt til að sjá hvort saumarnir grói ekki eðlilega.
______________________________________________________

Líklega heldur ástin þessu öllu saman. Það bara hlýtur að vera... annars stæðu menn ekki í svona...

...takið hlutunum með ró. Drekkið glas af góðum bjór, teiknið, hekklið, prjónið, reykið og hlustið á Moby, brennið jafnvel reykelsi fyrir heimsfriði. Það er alveg tilgangslaust að skipuleggja nokkurt er tengist svona hlutum -þetta bara gerist -þið vitið þegar þeir gerast.

maí 26, 2003

::Væmni séranns::
Hestur séranns er kominn á stallinn. Sérann var við í alla nótt að huga að honum og kom honum undir morgunn til dýralæknis sem verður með hann í nokkra daga. Séranum er þetta mikið hamingjumál, því það að eiga hest er táknmynd persónufrelsis. Að geta tekið hestinn og riðið inn dalinn og upp á heiði á þeim tíma árs þegar sólin aldrei sest er líklega besta tilfinning séranns. Sumir sem sérann þekkir, sjá alls ekki um hvað málið snýst. Þetta er fólk sem kannski hefur ekki upplifað þessa tilfinningu eða kann ekki að meta svona bull. Líklega er það þannig, að til að meta frelsið þarf maður að hafa á einhvern hátt, upplifað að vera bundinn á einhvern klafa, en nóg að vasklúta tilfinningasemi, stundum get ég fengið ógeð á eigin væmi -en að öðru.

::Af köflóttum skyrtum::
Helgin leið án stórra vandkvæða. Sérann fyrir einhverja ótrúlega röð tilviljana lent í góðu glens ásamt nokkrum kunningjum. Þar á meðal var djákninn, vinur séranns til langs tíma. Djákninn er heiðursmaður og húmoristi. Hann er að þreifa fyrir sér á starfsvettvangi sem fæstir velja sér -fæst orð bera minnsta ábyrgð. Við lentum ásamt öðrum félaga á nokkuð góðu glensi eins og oft gerist. Var litið á bæjarlífið og endað á dansleik með Sálinni. Gerðum við góðan róm að þessu klassíska dansbandi sem sveiflað hefur hempum íslendinga nokkuð lengi. Kannski til að gefa ykkur mynd af ástandi séranns og meðreiðarsveina vorum við búnir að fagna lengi þegar... við sáum að Stefán gamli Hilmarsson, stjórnmálafræðinemi stóð ekki á sviðinu. Heldur þessi litli hnellni sem söng Angel fyrir íslands hönd hér um árið. Síðan skömmu síðar kom kallinn sjálfur, íklæddur köflóttri stuttermaskyrtu (ha, ég trúi því ekki...breyta til), taldi í Hvar er draumurinn. allt keyrði um koll eins og lög gera ráð fyrir. Mikið var af stúlkum á svæðinu, eins og lög gera ráð fyrir. Það var svona eins og þær voru klæddar í einkennisbúning. Allt einhver svona glyðruföt, melluföt með aukahlutum, ala índjána-slöttið að norðan. Engin með smekk, allar með stíl, - sama stílinn. Þarna má ekki misskilja. Séranum finnst gaman að horfa á konur, úbbs, þetta má ekki misskilja heldur. En þegar þetta er allt orðið eins og staðlað og karakterlaust kárnar gamanið, allt rennur saman og verður jafn vitlaust. Hinsvegar er Gaukurinn rétti staðurinn til að skoða svona fólk, hafið maður áhuga á því.

::The Rank::
Það er fyndin pæling hvernig virðingarstiginn á Gauknum gæti verið miðað við lögregluna, fyrst þetta er einkennisbúningur. Eitt sólblóm í taglið, gæti svarað til varðstjóra, þeas ef taglið er á vinstri öxl, ef það er á hægri öxl erum við að tala um aðst.varðst. Tekið skal fram að að búningur Birgittu á Eurov. svarar til Ríkislögreglustjóra (myndarlegur ríkislögreglustjóri það) og allt þarf að miðast út frá því. til dæmis gæti belti sem hangi á mjöðmum svarað til skólagengins lögreglumanns. Þá væri hérðaðslögreglumaður einungis í þröngum gallabuxum. Síðan þarf að taka til sérhæfingar: Ef axlarbolurinn er yfir vinstri öxl þá er það svipað eins og rannsóknarlögreglumaður, sama og varðstj., bara sérhæfðari, Þá þyrfti sæu hin sama að vera með sólblómið og með bolinn á réttri öxl. En síðan til að komast í hærri stöðurnar, aðst. yfirlögregluþjónn eða svoleiðis, þyrfti hvorki meira né minna en einn poppara frá selfossi upp á arminn, það er spurning hvort það að sitja til borðs með þeim sé nóg en það er umdeilt.

Guð blessi ykkur kæru vinir, Fagnið mánaðarmótum sem eru rétt handan við hornið og sólinni auðvitað. Passið ykkur á því aða vorkenna ekki sjálfum ykkut um of. Sérann lendir reglulega í því og hundleiðist þessi kvilli. "Það er víst ekki til réttur og sléttur íslenskur ræfildómu lengur, allir að vorkenna sjálfum sér" (Kvikasilfur, E.K., Sigfús Killian eldri við Bárð)