maí 23, 2003

Góðir félagar, Sérann er kátur í dag. Kannski eru það engar fréttir fyrir ykkur. Ég hef verið undarlega kátur síðustu daga. Er það fyrst og fremst sólinni að þakka og engu öðru. Séran sér líka fram á að fá eftirlætis reiðhest sinn til baka eftir 12 mánaða fjarveru. Talið er að sérann muni láta sig hverfa laust eftir mánaðarmót og stefna til fjalls. Liggja í vikutíma eða svo í botnlausu tjaldi einn með 4 hvannarótarbrennivín og harðfisk. Reyndar hefur Höfðabóndinn verið að fetta putta út í predikanir séranns síðustu daga. Reyndar er þetta rétt hjá bóndanum eins og svo margt annað, því sérann hefur verið í nokkurri mótsögn við sjálfan sig síðustu daga. Bóndinn er skýr karl með afbrigðum og hafa færslur hans verið séranum til mikillar ánægju og gleði -ekki ónýtt fyrir bóndann að vita það.

Séranum finnst nú alltaf jafngaman af fá gagnrýni á predikanir sínar sem eru reynar óumdeilanlegar eins og allir vita, því ekki vill maður vera í ónáð hjá séranum, né sérann að falla í ónáð. Þá er ekkert skírt, fermt, jarðað né gift og kristindómur í biðstöðu. (Reyndar væri ekki úr vegi að fá eins og einn umboðsmann biskups til að fara yfir ástand kristinsdóms sóknarinnar. Sérann hefur verið einum of upptekinn við að járna og gera við kælivélar framm í sveit, seisei).

Sérann er annars lítið í stuði því honum hefur ekki verið boðið í júróvisjón party. Sérann er frekar bitur og fúll sökum þess, en þá þýðir ekkert að grenja heldur að spýta í lófana, snúa höfðinu upp í vindinn og halda áfram þrautagöngunni - í leit að glensi á laugardag, Reyndar hefur sérann ekki miklar áhyggjur því hlutirnir eiga það til að reddast, þar hafið þið það.

maí 22, 2003

::Sumarstemming::
Kæru félagar og vinir.
Sérann er í aldeilis glimrandi skapi í dag. Í gær var hann eilítið ákafur sem kannski eitt af skemmtilegri einkennum séranns. Það að vera á siglingu og þani milli bæja og höfuðbóla, útskitinn og stressaður að koma öllu í verk. Ekki óalgeng sjón að sjá sérann á spani milli bæja, með hempuna flaksandi, rifna og drulluga, og stólurnar bundnar um ennið. Vissulega kemst mikið í verk, en einhversstaðar þarf að taka orkuna frá. Lítið er að frétta nema að í dag var sumarið komið. Dráttarvélar með sláttuvélar sigldu um umferðareyjar borgarinnar með sísyngjandi káta stjórnendur innanborðs. Þetta er oftast nær 17. júni svo til að lappa upp á útlit hennar Reykjavíkur. Börn hlupu hér um Rauðarárholtið, í þessari eilíu fjársjóðsleit sem æskan getur verið. Síðan hlaupið heim með fjársjóðina og svo framvegis. Ungir athafnamenn sem ég sé hér í nágreninu hafa í dag gert sér það að leik að klifra upp á bílskúrsþak með helvíti verklegum stiga, sem líklega er saknað af einhverju byggingarsvæði í nágreninu. Það er svosem ekkert gera þarna uppi, nema að geyma eitt og annað og vera þar sökum þess að þetta er bannað. Mæður á síðasta snúningi sökum óþekktarormanna og allt þetta venjulega sumarstand. Ísætur á öllum aldri á hverju horni og huggulegar mæður á leið heim með börnin úr sundi.

Gaman að deila þessu með ykkur, hafið gaman af lífinu og horfið í kringum ykkur, hlutirnir eru ekkert flóknir þegar nánar er litið.

maí 21, 2003

Séran bið ykkur kæru lesendur á færslu minni hér fyrr í dag. hún var kannski einum of drastísk, full af öfgum eins og hempukallinn stundum er...
::Almennt::
Sælir verið þið elskulegir les-endur séranns. Ég vona að þið hafið verið guðhrædd og góð við lítilmagnann þann tíma sem sérann hefur ekki verið við til að halda verndarhendi yfir ykkur. Eins og allir námsmenn var sérann ekki á blogg buxunum yfir helgina. Þá var nefnilega tekið á glösum sjáið þið til.

Ég er nú mættur að nýju hér í skrúðhúsið til þess að taka félagsmálin föstum tökum. Félagsmál er nefnilega það sem sérann vinnur við þessa stundina og á hug hans allan. Eitt og eitt ótengt félagsmálum, og þó, slæðist með inn í huga sérans, svona rétt til að halda honum við efnið og andvaka.
Ekkert hefur verið gefið út um ráðherraskipan svo að sérann er spenntari en Lykla-Pétur að taka á móti nýjum hópi. Aðalatriðið er auvitað hver fær menntamálaráðuneytið. Sérann neitar því alfarið að íhaldið fái menntamálaráðuneytið og vill að það fari til bændaflokksins. Íhaldið hefur líka haldið utanum það ráðuneyti síðan 1982-1983 að mig minnir (óska eftir leiðréttingu, takk).

::Predikunin::

Sólin skín og þið eigið að vera ánægð. Þið eigið að muna að það er fjöldi fólks sem hefur það drullu-skítt, miklu verra en þið. Þið eigið að leiða hugan af því, ekki vera sífellst að væla og kvarta undan því hversu lífið sé hræðilegt, þið eigið ekki fyrir visa og maskara, benzíni á dráttarvélina eða líkbílinn. Þetta er eru allt hlutir sem geta komið fyrir og eru sérdeilis pirrandi, en- það þýðir ekki að leggjast í kör og skæla, útklíndur í skyri og kæfu. - nei fagna sumri, horfa á tjaldinn sem flýgur í lágnættinu, fuglana á tjörninni, sólarlagið með jökulinn og fjöllin á Snæfellsnesi í forgrunni.

Nú er að renna upp sá tími sem sólin aldrei sest og náttúruan skartar sínum fegursta kjól (Laura Ashley). Þá er tími til að fagna, hlaupa um á gúmmískóm í túnfætinum og skríkja eins og smábarn.
Þið megið samt ekki halda að sérann sé frábær og hafi það svona helvíti fínt. Nei, sérann getur líka verið í þyngri kantinum og als ekkert í góðu glensi, séranum er stundum mikið niðri fyrir og sérstaklega þessa dagana, en það verður ekki tíundað hér, það verður skrifað á blað, sett í umslag og brennt.

Séranum til mikillan ánægju, og yndis mætti bóndinn aftur á Skerið nú í vikubyrjun. Þetta gladdi hjarta séranns sem óttaðist um sóknarbarn sitt í útlandinu, sem er bakvð Esjuna, eins og þið vitið.

Guð blessi ykkur anganórurnar mínar og varist græðgina sem er ein höfuðsyndanna.