maí 13, 2003

Séranum er nú hætt að lítast á blikuna. Sérann var að renna yfir barflugusíður helgarinnar og sá að Arnar Stórmeistari hafði lent í vondum félgasskap. Ef við skoðum mannin til hægri og merki það sem hann ber á jakkaborðungnum má sjá...obb...obb...obb. Arnar þarf greinilega að taka til í vinaranni sínu.
::Hver ekur eins og ljón...::
Sérann er í próflestri þessa stundina, en reynir einnig að halda utanum blessað félagið meðan formaðurinn sinnir fundarstörfum á erlendri grundu. Hinsvegar, barst séranum tilkynning frá Sendiherranum í Mosambik. Hann getur ekki látið ljós sitt skína þessa dagana sökum þess að hann er upptekinn, ... hann var nefnilega að fá nýja vinnu,... haldið ykkur góðir hálsar...

Hann keyri ísbíl Emmess sem fer um sveitir og selur heimasætum íspinna í mestu sumarhitunum. Þetta sé ég fyrir mér. Heimsæturnar líta upp frá orfinu og hver kemur, ekki Bjössi á mjólkurbílnum, heldur ... Einar á ísbílum askvaðandi upp tröðina bjóðandi sleikipinna....veit ekki

Allvega ég óska honum til hamingju með nýja starfið og vildi heilshugar skipta, það að keyra um sveitir lands í sumarblíðunni, vegrykinu og með sólina á lofti allan sólarhringinn er eitthvað sem flesta dreymir um... síðan er þetta með heimasæturnar...veit ekki...

Guð blessi ykkur óþokkarnir ykkar og passið ykkur á syndinni sem er lævís og lipur.

maí 12, 2003

::Að kosningum loknum og af ferðum séranns::

Sérann ætlar ekki að fjölyrða um kosningar að sinni. Sýslumaðurinn hefur gert hinsvegar frábæra úttekt á stöðu mála. Hana skrifa ég undir heilshugar og bendi lesendum mínum hana sér til glöggvunar.

Áhugi lesanda hlýtur að vera vaknaður á Spegli, riti því er sérann ber mikla virðingu við. Vinur séranns, dr. Ethos MA hefur miklar mætur á riti þessu og hefur kynnt séranna fyrir því. Bæði pappírsútgáfunni, ylmandi af pólitískri rétthugsun og netútgáfunn. Spegill fjallar um kosningarnar, en þó má lesa milli línanna að ekki séu menn sáttir við hægristjórn. Enda farsæll SPD við stjórn. Samt er nú skrítið afhverju pennar Spegils séu ekki sáttir við Samfylkinguna. Telja hana líklega vera eina samsuðuna enn en ekki risa krataflokk eins og hefð er fyrir í henni Evrópu.

Lesendur séranns eru orðnir svo vanir tungu þriðja ríkisins og Göetes að ekkert mælir gegn því að þið lítið sjálf á greinina, "Wahlen in Island: Knappe Mehrheit für Regierungsschef Oddson

Sérann lét til sín taka að morgni sunnudagsins. Leit hann við á HB ássamt fríðu föruneyti. Spekingurinn/Sendiherra Íslands í Mosambik var með í för, því hann tók sér frí frá því sem sendiherrar gera (hvað svosem það er) yfir helgina til þess að geta skemmt sé í gamla landinu ásamt séranum.
 
Arnar Þór tilvonandi forseti hestréttar var einnig á staðnum til að blása mæðinni í amstri próflestrar. Hann lagði inn formlega kvörtum til séranns sökum uppnefnis sem var notað um persónu hans hér á þessu bloggi. Uppnefnið var "Arnar Þór, GettuBeturGimp". Hér með lofar sérann að drengskap viðlögðum að nota aldrei aftur uppnefnið "Arnar Þór, GettuBeturGimp". Hinsvegar ef deilur rísa og Arnar sér ástæðu til frekari fyrirspurna, verður öllum fyrirspurnum svarað af hálfu talsmanns séranns, arika, og mál rekin fyrir héraðsdómi.

Guð blessi ykkur helvítis aumingjarnir ykkar, og skammist ykkar svo...