maí 03, 2003

sérann stundar nú próflestur af miklum móð. bloggið verður notað sem undankomuleið, þegar áreiti námsefnis er orðið of mikið. Í gær var síðasti kennludagur og próflestur hafinn. KHÍ hefur þann háttinn á að verkefnaskilum og hópvinnu er raðað skipulega fram á síðasta dag og fyrsta próf haft 3 dögum síðar. Þetta er viðtekin venja, líklega notað til að herða kennaranema í amstri framtíðarinnar.

mér til upplyftingar leit ég við á síðu Spekingins i morgun. hann er greinilega kominn i kosningaham og af mörgu af taka. skoðanir hans hættulegar með afbrigðum og boða einstaklingsfrelsi sem endar í tómum glundroða. frelsið er nauðsynlegt en hvar endar velferðarsamfélagið þegar búið er að einkavæða pétur og pál, jón og gunnu og allt þar á milli. rétt væri að Spekingurinn tæki upp á arma sína gagnlegt tæki sem margir nota - málefnalega gagnrýni.
Fyrst þarf að skýra nafn síðunnar. hún er tileinkuð sósialdemokratanum Ulof Palme sem skotinn var af öfgahóp Lappa 1986. Lapparnir voru ósáttir við hækkun á hreindýrafóðri og létu vaða. Spauglaust var þetta svona. Ulof Palme tilheyrði sænska aðlinum og braust til fátæktar og gerðist málsvari litla mannsins (mellem-Svenson). Þetta nátúrulega fór í taugar sænskra hægrimanna sem voru hræddir við kommana í austri og hafa alltaf hallað sér að þeim sem eiga meira undir sér (þó ekki stærra undir sér, það er allt annar handleggur). þetta var náttúrulega vitleysa þar sem Mikhail var byrjaður á blessaðri Perestrojkunni og allt að falla í ljúfa löð.

Þannig að Palme kallinn var skotinn og euro-kratar og slíkir grátið síðan. Þess ber að geta að kynþáttahyggja er upprunin í svíþjóð rétt fyrir aldamótin 1900. Kenningar þessar voru notaðar þegar Il Dulce og Dolli fóru að marsera og drepa saklaust fólk. Svíar sjálfir tóku reyndar mikið af fólki og geltu vegna þess að það var með greindarskerðingu eða átti foreldra sem voru alkar! Mig minnir að þetta hafi verið um 28 þúsund manns á 60 ára tímabili.

titill síðunnar er vegna væglegum tengslum séranns við Kennaraháskóla Íslands, framsæknustu menntastofnunar á íslandi.

sérann á sér nokkra kunningja og enn færri vini. nokkrir stórmeistarar sem að séranum standa eru hér linkaðir á síðunni. hver þeirra er bestur allra á sínu sviði. á síðum þeirra eru linkar á þeirra kunningja sem allir eru sérfróðir á sínu sviði.
- Höfðabóndinn er sérfróður um barnauppeldi og hefur ákveðnar skoðanir, líkt og sérann. Hann veit allt um ritalin og réttsýna hugsun og er uppspretta fróðleiks um hin ýmsu efni. Höfðabóndinn er mikill vinur séranns og ávalt til reiðu þegar séranum er mikið niðri fyrir eða ekki viss um næstu predikanir. einskonar ballest sem þörf er stórum skipum í miklu hafróti. í kringum bóndann er svermur af hetjum og ber fyrst að nefna Kafteininn sem er reyndur sjóhundur og listfengur með afbrigðum. Ég sjálfur siglt undir hans stjórn sem 1. stýrimaður á leiðum um miðjarðarhaf.
- Sýslumaðurinn er aldavinur séranna og mikill spekingur, þó fyrst og fremst litríkur karakter og upplífgandi gustur í lífi séranns. lögspekingar mikilir eru í kringum sýslumanninn og þar er ekki um tóma kálgarð að gresja, onei. þess ber að geta að sýslumaðurinn er sérfræðingur um einkennisbúninga og á fjölda slíkra.
- Spekingurinn að Sæbóli er bróðir séranns í kristi. gengum við i sama prestaskólann og predikiðum mikið á tímabili. spekingurinn er maður mikillar visku um stjórnmál og íslenska kvótkerfið. hann hefur reyndar hættulegar skoðanir sem gætu orðið velferðarsamfélagi okkar að falli. það hindrar hinsvegar ekki að hann er mikill vinur og skoðanabróðir séranns... um sumt. Situr hann að friðarstóli nú um mundir að Sæbóli, Kópavogshreppi.
Þar kom að því. Sérann byrjaður á b-log vegna fjölda áskoranna. þrír aðilar hafa komið að máli við mig í vikunni og bent mér á að þetta væri fínn miðill fyrir öfgaskoðanir og ómálefnalega umræðu -lestin brunar...