júlí 29, 2004

Nú er sérann að halda af landi brott seinnipartinn á morgun. Fara á til Danmerkur með hóp fólks og taka þátt í ráðstefnu sem sérann hefur komið að skipulagningu síðasta árið. Tólf manna sendinefnd er að fara, ásamt farastjóra, túlk, búningaverði og sjúkranuddara.

Reynda fér sérann fyrst til Slóveníu yfir helgina þar sem hina fagra borg Lubliana verður skoðuð. Borgin var ein af gömlu höfuðborgum Habsborgaranna og hét þá Leibach. Samnefnd pönkhljómsveit var einmitt starfrækt snemma á níunda áratugnum og hafði töluverð áhrif á gang frelsmála þar í landi.

Slóvenía var partur af fyrrverandi Júgóslavíu, sem liðaðist hægt og örugglega í sundur á níunda áratugnum. Tito marskálkur hélt landinu saman frá 1947-1980 þegar hann lést blessuð sé minning hans. Slóvenar voru einstaklega framsýnir á þessum umbrotatímum og tókst að stefna á markaðsvæðingu á skömum tíma. Deilurnar hófust fyrir alvöru þegar Slóvenar tilkynntu yfirvaldinu suður í Belgrad að þeir væru að borga allt of mikið hlutfallslega til sambandsríkisins miðað við höfðatölu landsmanna (rúml 4,5 milljónir íbúa). Gerðust hlutirnir hratt og á tiltölulega á skömmum tíma, ádeila íbúanna á stjórnvöld fyrir undirlægju hátt, áróður fjölmiðla og hroki kommúnistafloksstjórnarinnar suður í Belgrad. Endaði þetta í rósastríðinu sem stóð í 10 daga og endaði með að Sambandsherinn hörfaði.  Slóvenar lýstu yfir sjálfstæði og tókst að fá viðurkenningu á ríkinu með miklum pólitískum stuðningi EU. Fyrsta maí sl. fengu Slóbenar inngöngu í Evrópusambandið. Ég varð þeirrar ágægju aðnjótandi að fá að taka þátt í hátíðarhöldunum með landsmönnum og var gleði þeirra svo einlæg að ekki var annað hægt en að hrífast með.

Slóvenía er nyrst á Balkanskaganum. Þeir sem vilja vera með pólitíska rétthugsun og láta liðna tíma ekki hafa áhrif á mál sitt kalla Balkanskagan "Suð-austur Evrópu", en allavega. Margir eru uppfullir af ranghugmyndum um Slóveníu og rugla landinu gjarnan við Slóvakíu sem er allt annað. Höfuðborgin er um 1 og 1/5 klst akstur frá Ítaliu og klukkutíma akstur frá Vínarborg. Landið liggur því vel við viðskiptum og hagnast verulega af því.  Matarmenningin og siðir landsmanna eru verulega skyldir Ítalíu og gæti maður auðveldlega villst á Slóveníu og Ítalíu þegar farið er á veitingastað.

Skemmtilega samsuða með fallegu og skemmtilegu fólki og hlakkar mig til að fara aftur.

júlí 27, 2004

Ágúst vinur minn og bekkjarfélagi hefur hvatt mig til dáða og látið fögur orð falla í minn garð eftir að ég hóf skrif hér á ný

Ég leit á kaffistofu í gær með Ara bankastjóra og Auði sósíaldeókrata. Ari var fínt klæddur að vanda. Litfagrar stuttbuxur af nýjustu sort og gömul svört flíspeysa merkt Laugarnesskóla standa alltaf fyrir sínu þegar heilla skal stúlkurnar. Við Auður tókum Ara á beinið. Þetta var meira svona að Auður sálgreindi kappann og ég skemmti mér hið besta og skaut inn orði og orði. Margt þurfti að greina og laga og allt núna á batavegi og allt látúnið skínandi

Tvær heiðurskonur að Norðan létu í sér heyra síðla kvölds og vildu endilega hafa tal af okkur og kanna með möguleika á samgangi. Voru þær á stofufylleríi heima hjá annari ásamt síamskettinum Gesti Einari. Gestur var nokkuð taugaóstyrkur enda er eigandinn nokkuð kvikur til orðs og æðis.

Þetta var ein af þeim samkomum þar sem mann langar til að snúa við í dyrunum um leið og inn er komið. Heimilið virkilega fallegt og dýrt búið - það vantaði ekki en manni leið bara illa því að æsingurinn og stressið var svo svakalegt. Gestur Einar faldi sig undir rúmi allan tíman eftir að hafa litið á gestina. Það langaði mig líka að gera, enda rúm af bestu gerð. Húsráðandi var siginn níður í þriðju hvítvínsflöskuna og farinn að hringja í alskonarmenn (þó ekki skíðalandsliðið) um allan bæ. Þar á meðal 3 einstæða feður í Þingholtunum. Einnig hafði húsráðandi bankað upp hjá nágranna sínum (Maggi í GusGus) og bara svona heyrt í honum (!!!).

Húsráðanda var orðið nokkuð heitt í hamsi inni í stofu enda svipti hann af sér skriðdreka-toppnum og spurði gesti sína hvort væri bara ekki hægt að snúa þessu upp í svona trekant jafnvel ferning? (!!!). Séranum varð um og ó enda klukkan rétt farin að ganga eitt og hann heilbrigð sál í fögrum líkama sem telur að best sé að halda kynlíf undir fjögur augu.

Lyktir máls voru að klæði tókst að bera á húsráðanda og ákveðið að Norðanmeyjar myndu hada heim til hinnar þar sem saman yrði sofið. Húsráðandi fór þá að gera sig kláran til brottfarar, smellti sér í náttföt, fann góminn, vafði Gest Einar inn í KarenMillen kápu, skvetti vatni um alla íbúð (sökum eldhræðslu) til að kofinn mundi nú ekki brenna til grunna.

Ari keyrði síðan bíl húsráðanda að heimili hans, með þær tvær og Gest Einar meðan ég elti á Arabíl geltandi af hlátri og taugaveiklun. Þetta var fyndnasta heimsókn ársins og jafnast ekkert á við alsbera nágrannan í garðinum á nýjársdag.

Enn á ný sannast það að miklu einfaldara er að fylgjast vel með umhverfi sínu og kunningjum sér til skemmtunar heldur en að lesa spennusögur og horfa á gamanmyndir - lífið er miklu klikkaðra en allt annað.


júlí 26, 2004

Gúrkutíð einkennir fréttastofur landsmanna þessa dagana. Helstu fréttir: Trufluð kelling svamlar yfir Breiðafjörð, Köttur næstum kafnaður í metangasi, 13 kettir hlutu illa meðferð. Þetta kattafár er plága, það er ekki spurningin. Það hefur verið talað við alla sem mögulega gætu eitthvað um málið haft að segja. Geir Jón Jesúlöggu, landvernd, héraðsdýralækni, annan dýralækni sem second opinon, kattakerlinguna í Kattholti og ég veit ekki hvað og hvað.

Bara að henda þeim í poka og í lækinn með þá, greyin.

júlí 23, 2004

Það er ekki fínt að vera til í dag:

1. það rignir hundum og litlum köttum - það er verið að borga okkur fyrir tiltölulega þurran júnímánuð
2. Linda vefstjóri er í fríi - enginn til að klæmast við
3. Þakið á þriðju hæð KHI, þ.e. skrifstofur frkvst og SKHI míglegur - tölvubúnaður og annað glingur liggur undir skemmdum
4. Sigurjón og Gummi tóku póstkerfið úr sambandi - enginn póstur, hvorki inn né út
5. Klukkan er 17.15 og ég hef engan kokteil til að fara í - gjaldþrot
6. Litlir Emúar hafa gert sér bólstað í skjalageymslunni - hávaði
7. Blaðið með bréfalyklunum týndist - bréfasafnið er flopp

skál! hic - góða helgi - Helgi

júlí 22, 2004

Hér í KHI eru dúkarar sem hafa tekið völdin, þeir eru að leggja rándýran linoleum dúk á gang hér.  Reyndar verður gangur þessi rifinn í febrúar en það er allt önnur saga.

En mitt vandamál er það að hér á 3. hæðinni er svakalegur hiti vegna þess að eins og alir vita þurfa dúkarar mikinn hita til að geta laggt (haa?). Því er ég hérna einn í búkfýlunni af mér sem er orðin nokkuð svæsin

annars er allt bara hresst að frétta, er að fara enn á ný til útlandsins í næstu viku.

júlí 19, 2004

Já, það er ekk iheiglum hent að eiga bloggsíðu. Hana þarf nefnilega að uppfæra - og samkvæmt nýjustu kröfum andskoti oft
 
Sérann brá undir sig betri fætinum síðustu helgina. Bankastjórinn og Sérann fóru og snæddu dýrindis máltíð ásamt einhverju magni að göróttum drykkjum. Indisleg kvöldstund og góð. Voru helstu dægurmál rædd og leyst úr öllum vandamálum okkur félaganna.
 
Á laugardaginn var svo reunion MR 1999 haldið í félagsheimili Seltjarnarness. Ég hef verið illa haldin af neikvæðni út í þessa samkomu, en ákvað svo að hætta þeim óskunda. Um 4 klst fyrir samkomuna þá var ég bara nokkuð jákvæður. Gaman að sjá allt þetta fína fólk saman komið - eftir fimm ár. Allir farið í sitthvora áttina og fundið sinn lífshljóm. Síðan öllum steypt saman aftur á sama gólfið.
 
Sumir voru glaðir að sjá hina, sumir leiðir, sumir 25 kílóum léttari, aðrir eins og rúllupylsur. Gellurnar allar sjúskaðar og farnar að láta á sjá, boldángskvennmennirnir orðnar fyrirsætur o s frv.
 
Sumir komnir með fyrirtæki, aðrir börn, og enn aðrir að bjarga heiminum á eigin spýtur. Stór hópur fólks reyndist að vinna hjá bönkunum og rottuðu þeir sig saman, sumir ábyrgir lánamenn og aðrir vitgrannir lukkuriddarar með kjaft. Landsbankinn ( kúrekabankinn) átti sína fulltrúa, KB var þarna osfrv. Gaman hjá þeim sem ekki geta skilið vinnuna eftir á skrifborðinu sínu.
 
Sérann var stilltur og kominn heim á setrið um fjögur.
 
Sest var niður í gær með kaffi og Ingimar og ákvæðin dagskráin fyrir tónleikana okkar sem verða á Grand Rokk í lok sumars. Þemað er Kántrí/Americana/þjóðlagatónlist og heróín. Tekin verða lok með þungum textum eftir heróínneitendur. Þeir eru t.d. Towns van Zandt, Greatfull Dead, Gram Parsons, Calexico, ofl ofl.
 
Gaman að sjá og vonandi gaman að hlusta...
 
 
 

maí 11, 2004

GUÐ MINN GÓÐUR!!!

Hef ég fundið einn mesta trúð og niðurrifssegg samtímans á netinu. Var í að fletta upp á leit.is og fann þennan hrylling.

Svo virðist sem að einhver andlegur öryrki og hreppafífl hafi haslað sér völl á netinu sem formaður aðdáendaklúbbs Björns Bjarnasonar ("Pabbi hans var brenndur inni af kommúnistunum!") og talsmaður frelsis á Íslandi. Maðurinn bloggar í gríð og erg og stelur efni og fréttum af netinu og gerir að sínum. Öll umfjöllun þessa mans einkennist af reynsluleysi og vanþekkingu, slæmri menntun, þröngsýni, heimsku, dómgreindarleysi, smekkleysi og vöntun á almennri þekkingu borgarans. Einnig ber á mannfjandsamlegum pistlum um samfélagið allt.

Þessi maður heldur úti léninu http://stebbifr.com og bloggsíðunni http://stebbifr.blogspot.com

Lítið á ef þið þorið